29.10.2007 | 16:32
Gallað stórveldi
þarna er Kína í sinni réttu mynd. Þar ríkir alræði flokksklíkunnar og almenningur getur ekki frjálst um höfuð strokið. Svo eru Íslendingar að fara þangað í útrás, svo þeir geti grætt á þessu öllu, allt á kostnað almennings sem eru þrælar í sínu eigin landi.
Íslendingar ættu frekar að senda þeim skýr skilaboð um að svona á ekki að fara með fólk. Svo auðvita á Ólafur Ragnar að hætta að fara þangað í boði Íslenskra og erlendra fyrirtækja en btw allt samt á kostnað skattborgara á Íslandi.
Ríksstjórnin þorir samt ekki að segja neitt, því stjórvöld í Kína segjast ætla að styðja okkur til að komast í öryggisráð SÞ. -Ekki veit ég tilganginn að sitja þar, þar sem elitu-ríki eru þar með neitunarvald. Legg reyndar til hér með að Íslendingar komi með þá tillögu að fella niður þetta neitunarvald sem er frá síðustu öld.
Lengi lifir almenningur í Kína, niður með stjórnvöld þar...svo að lokum legg ég til að Alþingi Íslendinga viðurkenni sjálfstæði Tævans, sína að við höfum kjark til að vera með sjálfstæða hugsun.
![]() |
Fæðingargallar raktir til mengunar í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri gaman að heyra skoðun Ólafs Ragnars á málefnum Tíbets og yfirgangi Kína þar. Sennilega er hann þó ekkert æstur í að ræða þau mál djúpt þessa dagana opinberlega.
Georg P Sveinbjörnsson, 29.10.2007 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.