28.10.2007 | 20:03
Þarna er kjarninn kominn
Fréttirnar frá rannsóknarnefnd flugslysa um atburðarrásina munu vonandi leiða sannleikann í ljós. Þá t.d hvort við lendingu að vélin hafi hoppað 15 metra eftir að hun snerti fyrst brautina og hvort lendingin hafi verið mjög harkaleg (eins og sagt var í fréttum). Núna þarf maður bara að bíða, bara vonandi tekur rannsókn þeirra ekki eins langan tíma og hjá lögreglunni.
Alvarlegt flugatvik TF-JXF á Keflavíkurflugvelli 28. október 2006
28.10.2007 Rannsóknarnefnd flugslysa hefur tekið til rannsóknar alvarlegt flugatvik TF-JXF (Boeing 737-800) á Keflavíkurflugvelli þann 28. október 2007. Í aðflugi fékk áhöfnin upgefin bremsuskilyrði og veður fyrir flugbraut 02 í Keflavík og voru þá bremsukilyrði góð (GOOD) með ís á stöku stað (ICY PATCHES). Í lendingarbruni verður áhöfn var við að bremsuskilyrði eru ekki eins og þeir bjuggust við. Reyndu flugmenn að hægja á flugvélinni með beitingu knývenda og hámarks handvirkri hemlun. Þegar Þegar ljóst var að flugvélin myndi ekki stöðvast fyrir brautarenda beygði flugstjórinn vélinni af flugbraut 02 og yfir á akbraut N-4. Þar skreið flugvélin til í hálku og hafnaði með eitt aðalhjóla og nefhjól utan akbrautar.RNF mun taka flugritagögn til greiningar og rannsaka flug og lendingu vélarinnar nánar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.