28.10.2007 | 14:37
Ekki er ég dómarinn í máli þessu...
En eftir að hafa séð þennan Kastljósþátt og ummæli tengdadótturinnar um að það hafi verið svo mikið vesen að þurfa alltaf að koma til Íslands reglulega, þar sem hún væri í námi í Englandi, það hafi verið ástæða þess að hún sótti um og fékk ríkisborgararéttinn, Hún ku nefnilega ekki vera frá Evrópuríki, þá dæmi ég Kastjósi í hag.
Það að fara í mál við Kastljós löngu eftir að þetta komst í hámæli, það sýnir að þeim er nokk sama um einkalífið sitt, núna eru þau að bjóða uppá að það verði fjallað um þetta mál á kaffihúsum og í sundi.
Lög á ekki að brjóta bara til að koma í veg fyrir óþægindi fólks. Það er rosa óþægilegt að vera seinn fyrir og á maður þá að fá að keyra yfir hámarkshraða? -dö auðvita ekki.
Áfram Kastjósfólkið, haldið áframa að vera með umfjöllun sem fær fólk til að hugsa sig um tvisvar ef það ætlar að notfæra sér aðstöðu sína á kostnað annarra.
![]() |
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Venjulega þarf fólk að gifta sig til að eignast tengdaforeldra !
Persónulega þekki ég einn sem átti fjögur börn með sinni íslensku ektakvinnu til níu ára þegar hann loksins fékk vegabréf. Þeir sem ekki eru giftir inní landið þurfa næstum allir að búa hér og bíða í sjö ár sem er reglan og fjögur hjá giftum. Undantekningar eru frægir menn og einn eða tveir vegna sjúkdóma.....Jónína má skammast sín og klíkan í nefndinni líka sveiattan
Nú vilja þau fá tveggja ára verkamannlaun í skaðabætur fyrir lúxus meðferð, sumir kunna ekki að skammast sín. Það fór engin yfir strikið í Kastljósi nema Jónína sjálf hún var bæði dónaleg og frek
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 01:14
Ég efast um að fólk komist upp með að búa annarstaðar og fljúga heim á sex mánaða fresti og sækja um dvalarleyfi. Útlendingar þurfa að sýna vottorð frá vinnuveitanda á sex mánaðafresti og nám í öðru landi held ég að virki ekki fyrir neina.
Þessi afgreiðsla er skandall fyrir þá sem að málinu komu og að heimta bætur fyrir lúxusmeðferð er græðgi og frekja.
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.