22.10.2007 | 21:27
Íslenska kýrin lengi lifi *húrra, húrra húrra*
Merkileg þessi skýrsla um lækkun á framleiðslukostnaði mjólkur. Skýrsluhöfundar slepptu reyndar kostnaðinum á því að koma útlensku kýakyni til landsins. Sá kostnaður á kannski að vera gefinn af ríkinu eins og margt annað í heimi landbúnaðar. Það er t.d staðreynd að hver sauðkynd fær hærri framlag frá ríkinu en nemandi í Háskólanum. þetta kallar maður ranga forgangsröðun á skattfé. -en þetta er reyndar útidúr.´
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að Íslenska mjólkin ku vera betri en útlenks, eitthvað sem snertir áunna sykursýki. Ég bara spyr skiptir það engu máli í heimi bænda? Greinilega ekki þar sem þeir hafa einokun á sölu mjólkur hér á landi.
Svo er það spurningin hvað get ég sem neytandi grætt á þessu? -Jú ég má búast við 7-10 kr. lækkun á lítra en ég má auðvita ekki búast við þvi að sú lækkun komi til mín, heldur hagnast söluaðilarnir frekar á þessu.
Ég mun því segja nei við þessari hugmynd.
Svo úr þvi maður er farinn að ræða þetta, þá langar manni að tala um innhhaldið í vörum frá Mjólkursamsölunni og systurfyrirtækja bænda. Alltaf er maður les innihaldslýsingu þá er það oftast sykur nr. 2 eða 3...svo er það Nýmjólkin, ekki get ég alveg skilið af hverju stendur ekki kúamjólk, því það er ekket dýr sem heitir "Ný" Það ætti því frekar að standa Kúamjólk eða "Íslensk kúamjólk" sykur (sem er í miklu uppáhaldi hjá MS) og svo etc.
![]() |
Nýtt kúakyn gæti sparað rúman milljarð á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr. í um 11 aldir höfum við vanist mjólkinni. hreyn og náttúruleg eins sú sem forfeður okkar drukku. ég vil ekki blöndun við erlendar kýr, hvort sem þær kallast sænskar, Vísundar eða Jakuxar.
Fannar frá Rifi, 22.10.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.