Rauðvín með sunnudagssteikinni

Alveg er það merkilega að stuttbuxnadrengurinn úr Heimdalli hann Sigurður Kári og hans trúbræður, skulu aftur reyna koma frumvarpinu um afnám einokun ÁTVR á sölu áfengis hér á landi.  Það er þó hægt að hrósa Sigurði Kára fyrir þrjóskuna í þessu máli.  Eftir að hafa séð hann í sjónvarpinu tala fyrir málinu með þeim orðum að þá væri hægt að kaupa rauðvín með sunnudagssteikinni, fór maður að velta því fyrir sér hvað kemur næst.

Hvað ætlar Sigurður Kári að gera fyrir þá sem vilja líka fá sér Konjak eftir matinn ásamt feitum vindli? Af hverju er ekki líka hægt að kaupa Konjakið, fólk fer nú varla að misnota það.  Eða ætlar Sigurður Kári að koma með annað frumvarp eftir ár, þar sem gerð verður undanþága til að selja fleiri tegundir í matvöruverslunum (lesist Hagkap/Bónus).

Hvað ætlar Siguður Kári að gera fyrir þá sem drekka ekki Rauðvín/Hvítvín og eru ekki fyrir bjór, þar sem bjórinn er svo fjandi fitandi.  Af hverju getur maður ekki fengið sér staup af Sænsku ákavíti eða Vískí með matnum, t.d kryddsíldinni?

Tel því þetta frumvarp bara yfirvarp til að Hagar (lesist Bónus) yfirtaki áfengismarkaðinn, allt svo að einokun þeirra feðga yfir landinu verði alger.

Svo að lokum þá verður heilbrigðisráðherra að vera trúr sínum ráðherrastól og kjósa á móti þessu frumvarpi, því eins og allir vita sem hafa IQ yfir herbergishita þá er öl böl. 

Svo að lokum Sigurður Kári, þá erum við Íslendingar hérna en ekki Italir, ekki gera ráð fyrir því að þjóðin fari að drekka áfengi eins og þroskuð þjóð.  Reyndu frekar að stuðla að því að þjóðin fái alvöru osta frá Ítalíu á eðlilegu verði án verndatolla og okurverðs.


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.10.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband