Skammir til yfirvalda

Sýslumaðurinn, skattstjórinn og lögregluyfirvöld ættu svo sannarlega að skammast sín í þessu máli.  Þau brugðust algerlega hlutverki sínu og þeir aðilar sem sitja í þessum embættum sem yfirmenn ættu að fara hugsa sinn gang, hvort viðkomandi er í rétta embættinu.

Getur verið að yfirvöld hafi vilja taka á þessu máli þar sem þetta eru útlendingar að brjóta á öðrum útlendingum? Svona svipað og þegar Impreglio var að brjóta á útlenskum verkamönnum sem þeir fluttu inn til landsins?

Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ættu líka að skammast sín fyrir að gera akkúrat ekkert neitt.


mbl.is Hafa aldrei skilað iðgjöldum til lífeyrissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara skal eftir lögum

Sú staða er komin upp hér á landi með hjálp fjölmiðla og Alþjóðahússins að útlendingar hafa hér á landi bara réttindi en engar skyldur. Jafnvel er sú staða komin upp að útlendingar hafa meiri réttindi en sjálfir Íslendingar, það á sérstaklega um þá útlendinga sem eru algjört hyski. 

Þó að foreldrar [Mark Cumara]hafa nælt sér í Íslenskt ríkisfang þá er ekki þar með sagt að fullorðin börn þeirra fái sjálfkrafa ríkisfang.

Að hafa búið hér á landi í áratug en segst svo ekki kunna á reglurnar er þokkalega léttvæg afsökun.  Að aumka sér svo yfir því að sendiráð hans sé í Noregi, er ekkert sem kemur Útlendingastofnun við.  Það er svo nokkuð víst að Útlendngastofnun sendi Mark ekki bréf um brottvísun í gær og gaf honum 10 daga til þess en þau reyna að fá samúð fjölmiðla með því að fara með sögu sína þangað.

Mark Cumara á að sjá sóma sinn í því að yfirgefa landið án þess að væla en vilji hann koma aftur til landsins, þá verður hann að gjöra svo vel að fylgja leikreglum landsins. þeas lögum.


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband