4.9.2008 | 19:26
Svona vantar í Reykjavík
Það væri gaman að sjá svona kort líka fyrir Reykjavík, eitthvað sem yfirvöld ættu að gefa út og sýna almenningi. Það mætti t.d bæta við upplýsingum um þá staði sem lögreglan fer aldrei inná. Svo maður geti haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim stöðum.
Annars held ég að miðbærinn yrði einn stór rauður glæpablettur, ekki gott til afspurnar fyrir borgina.
![]() |
Glæpakort af London á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 07:18
Getur UBS gefið hlutlaust mat á samkeppnisaðila?
UBS sem hefur tapað stjarnfræðilegum fjárhæðum í núverandi fjármálakreppu spáir því að gengið á bönkunum lækki á sama tíma og þeir eru í harðri samkeppni um fjármagn. Ísensku bankarnir hafa tekist að afla sér innlána um Evrópu og þá um leið hefur UBS tapað sínum innlánum.
Þannig maður getur vart lagt trú á þeirra mat, reyndar eru Íslensku bankarnir bara í örstærð í samaburði við UBS. Það mætti því ætla að UBS sé kannski að reyna tala gengið niður til þess eins að kaupa hlutabréfin og yfirtaka bankana, amk einhverja þeirra.
![]() |
UBS: Eigendur banka veikasti hlekkur þeirra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)