21.9.2008 | 18:00
Hræsni í sveitarfélögum
Undarlegir þessir sveitastjórnendur á Austurlandi að vilja ekki taka þátt í að styrkja sína íbúa í þeirra námi í Reykjavík. Samt hafa þessi sveitarfélög mikinn áhuga á því að fá þessa einstaklinga aftur í sína sveit að námi loknu.
Að skýla sér bakvið reglugerðir um að þetta sé ekki í tekjustofni sveitarfélaganna er ekkert annað en heimska. Svo að svara á Dönsku, varla góð stjórnsýsla, vissi ekki betur en það er skylda sveitarfélaga að svara fyrirspurnum á Íslensku eða þá amk á því tungumáli sem fyrirspurnin var gerð á.
Ætlast stjórnendur þessara sveitarfélaga virkilega til að útsvarsgreiðendur í Reykjavík borgi þennan kostnað? Nemendurnir sem koma frá svona skíta-sveitarfélögum geta þó gert eitt, það er að flytja lögheimilið sitt suður til Reykjavíkur.
![]() |
Segja þvert nei við kostnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.9.2008 | 14:23
Sjúkt réttarfar..
Þessi dómur en enn ein sönnun þess hvað Bandarískt réttarfar er sjúkt. 6 ár fyrir 2þúsund kall ásamt einhverju öðru. Svo var OJ Simpson sleppt...!
Svo að lokum þá telst 2 ára einstaklingur eigandi peninganna, frekar eru það foreldrarnir sem eru eigendurnir amk meðan krakkinn hefur ekki vit á þeim.
![]() |
Stal úr sparibauk ungabarns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 12:13
Oprah sagði líka annað...
Oprah sagði líka að hún vildi ekki segja um hvað bókin fjallaði til að eyðileggja ekki spennuna hjá lesandanum, jafnframt sagði hún frá því að lesandinn ætti ekki að lesa fyrst það sem stæði á kápunni (þeas efni bókarinnar í stuttu máli). Reyndar var það svo að Oprah sagði að bókin fjallaði um samband milli drengs og dýrs. Svo í viðtali við höfundinn, þá sagði höfundurinn að dýrið væri hundur og ljóstraði upp því sem Oprah vildi ekki segja frá.
En fréttamaður Mbl.is er búinn að drepa alla spennu...
![]() |
Oprah velur bók um dreng og hundinn hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 11:56
Seinkun á heimsendi?
![]() |
Vísindatilraun í CERN tefst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 11:39
Þetta er ekkert nýtt..
Er fólk virkilega hissa? Svona hefur þetta verið á Íslandi sl. árþúsundir. Þar sem viðsemjendur spyrja sig alltaf fyrst af öllu "Hvað fæ ég útúr þessu?" Þegar búið er að semja um það, þá má almenningur (sauðirnir) hirða rest.
Þessi hugsun er t.d á Alþingi, þar sem þeir passa uppá að þeir fá betri eftirlaun og hækka alltaf þrefalt í launum miðað við almenning. Þannig að launabilið milli þeirra og annarra eykst stöðugt. Hver ætli sé t.d ástæða þess að landið er ekki eitt kjördæmi? Hver ætli sé t.d ástæða þess að ekki séu rafrænar kostningar hér á landi.
Þetta gerðist þegar bankarnir voru seldir, þá fengu nokkrir sitjandi bankastjórar 700 milljónir í séreignasjóð, svo héldu þeir áfram að vinna í bankanum, bara kominn nýr eigandi.
Þannig að fólk ætti ekki að vera hissa á þessu. Landsmenn kjósa þetta yfir sig á 4ra ára fresti.
![]() |
Stjórnendur Lehman fá bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 11:13
Sama hægt í Reykjavík?
Í þessari frétt var hægt að skipta út Breskum nöfnum og staðháttum og setja Íslensk í staðin og væri þá fréttin um Reykjavíkurflugvöll.
Uppi eru hugmyndir um að flytja Reykjavíkurflugvöll að hálfu útí Skerjafjörð en þær hugmyndir samrýmast ekki verlaunahugmyndinni um Vatnsmýrina. Borgaryfirvöld hafa því ákveðið einhliða og án samþykkis borgarbúa að völlurinn fari uppá Hólmsheiði hvað sem tautar og raular.
Byggja skal kassahús í Vatsmýrinni. Það er hægt að horfa á "Turninn" í Kópavogi og margfalda hann með 100 eða eitthvað og þá sér maður framtíðina í Vatnsmýrinni.
![]() |
Nýr flugvöllur í stað Heathrow? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 11:08
Allt gott nema tvennt
Á tímum þegar fjölmiðlar, þeas fjölmiðlafólk talar stöðugt um kreppuna og að bankarnir séu á hausnum, þá kemur í hlutlausri umfjöllun að þetta sé ekki svo slæmt hér á landi. Það sé í raun bara tvennt sem þyrfti að laga, það er gengið og verðbólgan. Sem er reyndar vandi sem helst í hendur.
Eitthvað segir manni að það sé betra að treysta þessari umfjöllun frá hlutlausum aðilum sem búa ekki í landinu en misvitrum fréttamönnum og þeirra viðmælendum.
Staðan í dag er því sú hvort dýralæknirinn sem hefur aðstöðu í Arnarhvoli við Lindargötu, geti bólusett þjóðina fyrir genginu og verðbólgunni.
![]() |
Íslendingar öfundsverðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)