17.9.2008 | 07:18
Spara og erlendu lánin
Ég man eftir þessu þegar fréttamenn hjá RUV og Stöð2 sýndu reikningsdæmi um hvað fólk sparaði mikið þegar tekin væru erlend lán. Svo var viðtal við Ingólf sjálfskipaðan sparnaðarsérfræðing, þar sem hann tók undir þessi orð. Bankarnir vildu þó síður lána erlend lán og gerðu fólki "eins erfitt fyrir" og hægt var til að taka þannig lán. Ef ég man rétt, þá sagði Ingólfur skýringuna vera að bankarnir vildu ekki að viðskiptavinir þeirra græddu og því vildu þeir að fólk tæki verðtryggt lán.
Hver er svo staðan í dag? Erlendu lánin hafa hækkað um tugi þúsunda, þeas mánaðarleg greiðsla undanfarna mánuði. Fréttamennirnir ættu kannski að endursýna þessa þætti sína og biðja þjóðina afsökunar á hegðun sinni.
![]() |
Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)