11.9.2008 | 19:49
Viðskiptabannið, -þjóðarmorð
Viðskiptabannið sem Bandaríkin settu á Kúpu um miðja síðustu öld er í dag ekkert annað en tilraun til þjóðarmorðs. Eitthvað sem Ingibjörg Sólrún ætti að tala um við Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Það er örugglega rétt að Castro og félagar eru ekki englar en hagsmunir þjóðarinnar skipta meiri máli en hatur stjórnvalda í Bandaríkjunum á Castro.
Ike og Gustav fellibylirnir hafa rústað landinu. Ef eitthvað er þá ættu stjórnvöld á Íslandi að sýna smá vott af þroska og sjálfstæði með því að senda flugvél til Kúpu með hjálpargöng. Ekki það að ein vél skipti miklu máli, frekar er það táknræn athöfn. Stjórnvöld þurfa reyndar að passa sig á því að vélin sé ekki smíðuð í Bandaríkjunum, þeas Boeing, verða að nota Aurbus vél frekar.
![]() |
Kúba: Bandaríkin svíkja loforð um aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 19:03
Fór hann ekki bara í helgarfrí?
Ætli maðurinn hafi ekki farið í helgarfrí og kemur með sunnudagsvélinni aftur til baka. Eru lögregluyfirvöld búin að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að maðurinn geti komið til landsins aftur sem frjáls maður?
Þetta er enn eitt dæmið um að það er rangt að stjórnvöldum að vera hluti af Schengen-svæðinu.
![]() |
Eftirlýstur maður talinn hafa farið úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 07:23
11. september (9.11) Til minningar
Á þessum degi árið 2001 hrundi heimsmyndin og ný harðari heimur varð til. Fyrir 11. september 2001 var talað um Kalda stríðið en þegar upp er staðið þá var "Kalda stríðið" lengsta friðartímabilið í Evrópu síðan Neandalsmaðurinn settist þar að.
Það er vonandi að þeir aðilar sem í nafni trúar og oftækis stunda hryðjuverki verði eytt.
Hvar varst þú 11. september 2001 er þú fréttir fyrst af árásunum á NY og nágrenni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 07:17
IKEA okrar
![]() |
Ikea græðir á tá og fingri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)