Er skortur á ákæruatriðum?

Eins og ég horfi á málið þá er hægt að ákæra Fritzl um öll hugsanlegu atriði sem til eru í lögum.  Það er bara spurning hvað ákæruvaldið vill hafa réttarhöldin löng yfir mannfreskjunni.  Ef 10 atriði duga til að koma honum á höggstokkinn, þá ætti að vera óþarfi að eyða tíma í önnur 90 atriði.
mbl.is Fritzl hugsanlega ákærður fyrir þrælahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefst þá talningin

Núna þurfa Íslendingar að fara telja niður dagana, hvenær ætli olíuverð lækki hér á landi?  -Auðvita gerist þó ekkert fyrr en fundur hefur átt sér stað í Öskjuhlíð...!
mbl.is Olíuverð lækkaði síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrir jeppar til Íslands en ekki Smart smábíllinn

SmartNúna gleðjast þeir aðilar sem flytja inn jeppa frá Bandaríkjunum til að selja hér á landi.  Því þó svo það sé kreppa á Íslandi, þá sýnir úttekt Frjálsrar verslunar að enn eru til ríkir Íslendingar.

Annars þá skil ég ekki afhverju eru Smart bílar ekki seldir hér á landi?  Einhver sagði að Ræsir hf. væri með umboðið en virtust þó ekki vilja selja þá.  Fór í Ræsi um daginn og eftir langa leit, þá fann ég veginn að "svarta klettinum" húsinu sem byggt var undir starfsemi þeirra.  Í búðinni þeirra voru 4 bílar til sýnis, sá nýjasti 2 ára og sá elsti 25 ára.  Gekk út og fór í Öskju-umboðið og skoðaði bíla þar, árgerð 2008.

En hvenær koma Smart bílar til landsins?


mbl.is Enn dregur úr jeppasölu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband