28.8.2008 | 17:53
Ekki svona á Íslandi...eða hvað?
Ennþá geta foreldrar leyft sér að hafa börn sín sofandi úti í vagni á Íslandi, það er kannski eitt að því fáa sem landið á eftir á tímum alþjóðavæðingu landsins.
Reyndar eru til dæmi um "barnsrán" hér á landi, bæði af hálfu foreldris og fólks á vegum foreldris. En þau tilvik eru örfá.
Best að njóta þess meðan er. Ætli þetta sé ekki bara spurning um hvenær en ekki hvort. Eitt er víst að stjórnvöld/lögreglan mun ekkert gera í málinu fyrr en í óefni er komið, það svarar nefnilega ekki tölfræðilegum kostnaði að gera eitthvað í málinu fyrr.
![]() |
Reynt að ræna íslensku barni í Frankfurt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 07:24
Lögbirtingablaðið sem enginn les nema löffar
Sú var tíðin að Lögbirtingablaðið var prentað út í stóru broti en það er ekki lengur, núna er blaðið á netinu en hægt er að panta blaðið á pappír.
En vilji maður lesa blaðið eða gerast áskrifandi þá þarf maður að punga út háum fjárhæðum í áskrift. Sem er undarlegt af yfirvöldum, þar sem í þessu blaði öðlaðst lög vægi og blaðið er mikilvægt í lagalegum gjörningum.
Ekki geri ég ráð fyrir að Pólverjar séu áskrifendur að Lögbirtingablaðinu. En það ætti vera verkefni stjórnvalda að gefa ókeypis aðgang að blaðinu á netinu. Þannig að fólkið sem á að fara eftir þeim lögum sem auglýst eru í blaðinu geti lesið þau.
![]() |
Auglýsingar á pólsku í Lögbirtingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)