24.8.2008 | 00:53
Áhyggjur yfir hverju?
Undarleg þessi umræða, haldandi að sparisjóðirnir séu einhverjar heilagar kýr hér á landi. Iðnaðarnefnd ætlar kannski að leggja til að Byggðastofnun leggi til fjármagn í sjóðina, til að bjarga þeim frá hinu illa. Svo má spyrja sig hvað er hið illa i þessu máli. Er það hið illa að sparisjónum fækki eða er það illa að sparisjóðirnir sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum?
Það er auðvita algjör fyrra að halda því fram að sparisjóður sé einhver betri máttarstólpur í héraði en banki. Það er eitthvað sem mætti kalla "Jónas frá Hriflu syndrome"
Bankarnir hafa verið gagnrýndir fyrir útrásastefn sína samt hafa þeir verið að skila hagnaði í slæmu árferði en sparisjóðirnir hafa ekki verið i útrás og það eru þeir sem eru að tapa þessi misserin. Hvort ætli sé betra að hafa í sinni sveit? Amk veit ég hvað ég myndi velja og það er banki.
![]() |
Hafa áhyggjur af sparisjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)