19.8.2008 | 22:27
Anna Rósa á villigötum...
Merkilegt þegar embættismenn segja að mengunin sé komin frá útlöndum. Hafi þessi mengun komið alla leið frá Evrópu, þá ætti ástandið að vera slæmt þar alla daga, geri svo sannarlega ekki ráð fyrir því, þar sem allir staðlar sem notaðir eru hér á landi, koma í raun frá Evrópu. -Ekki eru settir þar staðlar sem eru brotnir 365 sinnum á ári.
Ætli þetta sé ekki frekar mengun af nagladekkum, -já nagladekkjum í ágúst! Hef orðið sérstaklega var við það í bænum í sumar hvað margir bílstjórar keyra enn á nöglum, svo virðist reyndar þeir keyra á nöglum allt árið og lögreglan gerir akkúrat ekkert í því. Það fer svo vel saman að hafa sumarhreinar götur og nagla saman.
Því miður þá tek ég orðum Önnu Rósu ekki sem sannleika, frekar sem "smjörklípuaðferð"
![]() |
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 19:47
Samt er hann búinn að tjá sig...
Alltaf sama helv. þögnin í Ólafi Ragnari og tilbera hans honum Örnólfi. "Forsetinn tjáir sig ekki um rangfærslur.." Samkvæmt þessum orðum hans er hann búinn að tjá sig um þetta og þetta eru rangfærslur. Núna er það hans að koma með útskýringar á því hvað er rangt í þessu tveggja manna tali.
Ólafur Ragnar, horfir á sjálfan sig í Guða-tölu og telur sig aldrei þurfa svara fyrir eitt eða neitt. Telur sig jafnframt geta sagt og hagað sér eins og Kóngur. En Ólafur Ragnar getur ekki strokað út fortíð sína, hann sem fyrrum Alþýðubandalags-skúrkur. Stundandi pólitísk hrosskaup, allt á kostnað skattgreiðanda.
![]() |
Tjáir sig ekki um rangfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 19:41
Hvar eru útreikningar olíufélaganna?
Þar sem allir aðilar nema olíufélögin hafa rangt fyrir sér og kunna ekki að reikna, þá ættu olíufélögin einfaldlega að koma með sína útreikninga og sýna fólki hvernig þeir ná að halda svona háu olíuverði, þó að heimsmarkaðsverð hafi lækkað um tugi prósenta undanfarið.
Olíufélögin eru í dag rót, verbólgu og kreppu hér á landi.
Sturla trukkakall ætti nú frekar að refsa olíufélögunum í stað þess að stöðva umferð fyrir saklausa samborgara sína og væla í stjórnvöldum.
Svo ætti Atlantsolía sérstaklega að skammast sín, þeir komu á þennan markað og sögðust vera í samkeppni við stóru oliufélögin. Hvar er þeirra lækkun? Geta þeir ekki sýnt þarna frumkvæði, veit þó að almenningur mun elska þá fyrir frumkvæðið.
![]() |
Forráðamenn olíufélaganna gagnrýna útreikninga kúabænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 19:35
Mistök lögreglu
Lögreglan á Suðurnesjum þarf greinilega að endurskrifa verklagsreglurnar sínar. Þeir koma að bifreið sem lagt er ólöglega og skapar hættu fyrir aðra í umferðinni. Kalla þeir þá á dráttarbíl og í stað þess að bíða eftir að bíllinn er farinn, þá keyra þeir í burtu og láta verktakann um að klára verkið.
Auðvita átti lögreglan að vera á svæðinu þar til búið væri að gera það hættulaust, þeas koma bílnum í burtu. Það er vonandi að lögreglan um land allt, læri eitthvað á þessu og skapi sér nýjar verklagsreglur.
![]() |
Á gjörgæsludeild eftir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)