Hvað með karlmennina?

Það er greinilega ekkert jafnrétti í fréttum, eitthvað sem feminstar tala ekkert um hér á landi, undraðst það jafnframt að jafnréttisráð hafi ekki fjallað um þetta.  Þannig að alltaf þegar það er stríð, þá heyrir maður, "meðan hinna föllnu eru konur og börn" Hvernig stendur á því á tímum jafnréttis að það þurfi eitthvað að tilgreina konurnar fremur en karlmennina?  Það ætti að vera nóg að segja "meðal hinna föllnu eru börn"  Ef það er ekki hægt, þá mætti alveg eins segja "meðal hinna föllnu eru karlmenn og börn"  Það er amk eitthvað jafnrétti í því. 


mbl.is Börn og konur féllu í árás NATO í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Harðardóttir, arkitek -bravo

Las viðtal við Margréti Harðardóttir, arkitekt í Fréttablaðinu í dag.  Hún ásamt Steve Christer hafa hannað umdeildar byggingar eins og Ráðhús Reykjavíkur og hús Hæstaréttar.  Man fyrst eftir Margréti þegar hún kom með Ráðhús Reykjavíkur og umræðuna sem varð um það hús en var persónulega mjög sáttur við húsið, þó svo ýmsir fundi því allt til foráttu.  Það væri reyndar gaman ef farið verði oní þá sögu og athuga hvar þetta fólk sem hatramaðist sem mest, hvar það stendur í dag. Reyndar stóð hús á þeim stað sem Ráðhúsið er í dag, -hvað varð um það hús?

Er hús Hæstaréttar kom til sögunnar, þá fannst mér það ekki passa þarna bakvið hið virðulega Landsbókasafn en skoðun mín þroskaðist og tel ég húsið passa vel þarna sem það er og það skemmtilega við húsið er að það er ekki of stórt, frekar passlegt miðað við þau hús sem eru í nágrenninu.

Fannst hugmynd hennar um nýja Lækjargötu og -torg, meiriháttar flott, nema hvað ég fannst það ekki svara kostnaði að flytja hús frá Árbæjarsafni aftur niðrí bæ.  Það væri frekar ástæða til að byggja sambærilegt hús á staðnum.

Eftir lesturinn þá verð ég að segja að ég er 100% sammála Margréti í því sem hún segir.  Reyndar svo sammmála að ef ég fæ lóð til að byggja á, þá myndi ég fara beint til hennar (og ekki má gleyma Steve) til að teikna fyrir mig hús.  Hús sem myndi passa í götumyndina.  Ætla bara að skora á alla að lesa þetta viðtal, alla þá sem hafa einhvern áhuga á að vernda en samt byggja upp miðbæinn.

Varðandi Listaháskólann við Laugaveg, þá er það of stórt hús á þessum stað.  Reyndar er húsið illa hannað og stundum of lítið miðað við núverandi starfsemi.  Frétti það t.d að smíðastofurnar eru helmingi minni en þær smiðastofur sem eru notaðar í dag en ættu frekar að þurfa vera helmingi stærri.  Sem svar við þeirri gagnrýni þá á að nota hús í nágrenninu sem smíðastofur.  Þannig að ekki er verið að sameina starfsemi LHÍ undir eitt þak, frekar en það er í dag.  Svo jafnframt var ekki gert ráð fyrir aðgengi flutningabíla að húsinu, það átti bara að stoppa á Hverfisgötunni og teppa umferðina þar, þegar það þurfti að ferma eða afferma bíla.  Illa hannað hús frá grunni greinilega.

Það vantar fleiri arkitekta sem hugsa eins og Margrét og Steve, sem hugsa í tugi ára þegar þau eru að hanna og teikna hús en ekki bara um að byggja ódýrt og selja dýrt eins og "fjárfestar" hugsa.  Svo kúa þeir kjörna fulltrúa í borginni í krafti fjármagns.


Genaration Kill

Ekki kom fram í fréttinni hvaða aldurshóp þessir kennarar væru að kenna.  Kannski er þetta leikskóli.  Annars er ástandið þannig í Bandaríkjunum að meira en 1% þjóðarinnar er í fangelsi eða í betrunarvist.  Ekki slæmur árangur það hjá þjóðinni.  Ekki veit ég hvað hlutfallið er hátt hér á landi, þegar búið er að draga frá alla útlendingana sem fylla alla klefa landsins.

Í dag er sú staða í Bandaríkjunum að upp er komin kynslóð sem kölluð er "Genaration Kill"  Það eru einstaklingarnir sem ólust upp með stríðsleikjum í tölvum og upplifuðu klíku-ofbelið á götum stórborga. Hlustuðu á rappara dásama drápin og hatur á yfirvaldinu Fyrir þeim er það eðlilegt að drepa og láta vopnin tala.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru núna að notfæra sér þessa kynslóð í Írak-stríðinu, þeir sem eru að berjast í borgum Íraks eru þeir sömu og léku sér í tölvuleikjum fyrir nokkrum árum.

Eitt er víst að ekki óska ég eftir að því að heimsvaldastefna Bandaríkjanna nái að breiðast út, því ekki vildi ég að svona yrði ástandið hér á landi, þó fer maður stundum að halda að það sé svona nú þegar í dag.

Burt með vopnin...


mbl.is Kennarar fá að bera byssur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sahara var ekki alltaf eyðimörk

Adam og Eva öll?Það er pottþétt margt ófundið á þessu svæði, sandarnir í Sahara geyma mörg svörin við ósvöruðum spurningum um söguna og fortíðina. Sahara svæðið var á fornöld gróskumikið svæði en ekki eyðimörk eins og í dag.  Svona hálfgerð "Paradís", þetta eru kannski Adam og Eva þarna á myndinni!

Á tímum umræðu um hlýnun jarðar, þá má nefnilega gera ráð fyrir því að þau svæði sem eru gróskumikil í dag, breytast í eyðimerkur og öfugt.  Það þýðir gjörbreytt heimsmynd.


mbl.is Vísindamenn fundu stærðarinnar grafreit frá steinöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband