10.8.2008 | 12:32
Rússar hertaka Georgíu
Ég sem amatör tel að stefna Rússa sé að hertaka allt landið og koma núverandi stjórnvöldum frá völdum og koma upp leppstjórn. Það verður til þess að Georgiumenn geta ekki sótt um aðild að NATO, sem er helsta ógn þeirra. Væri Georgia hluti að NATO í dag, þá væri Ísland í raun í stríði við Rússa, því árás á eitt aðildarland NATO er í raun árás á öll lönd NATO.
Hvernig stendur svo á því að svokallaðar friðarhreyfingar á Íslandi þegja núna? Hvar er hópurinn sem gekk undir merkjum "Ísland úr NATO, herinn burt"? Afhverju mótmæla þeir ekki við sendiráð Rússa í Reykjavík?
![]() |
Rússar sækja í átt að Gori |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2008 | 10:16
Af hverju er fólki sleppt eftir skýrslutöku?
Hverskonar réttarfar er þetta hér á landi. Fólk er tekið við lögbrot og því svo sleppt eftir skýrslutöku, bara svo það geti haldið áfram að hrella saklausa borgara.
Þarna þýðir ekki að skammast yfir lögreglunni, heldur er þetta Alþingi að kenna, þeas þeim sem sitja á þingi. Það er þeirra að setja lög sem koma í veg fyrir það að fólki er bara strax sleppt útí samfélagið eftir að það hefur verið handtekið eftir lögbrot.
![]() |
Stunginn í hálsinn með brotinni flösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2008 | 10:11
Öryggisráðið getur ekkert gert gegn Rússneska björninu.
Þetta öryggisráð sem Íslendingar vilja ólmir fá sæti í, er í þessu máli algerlega án hlutverks, vegna þess að stærstu þjóðirnar í því ráði hafa neitunarvald, sem er eitthvað fáránlegasta vald sem til er á 21. öldinni.
Þetta er enn ein sönnun þess að best er að vantreysta Rússum. Það er því svo sannarlega kominn tími til að setja upp alvöru loftvarnir hér á landi. Ekki þarf að fara langt til að kaupa vopnin. Norðmenn eru framanlega á þessu sviði. Með sína NASAMS flaug sem geymd er á Scania trukki.
![]() |
Rússar setja hafnbann á Georgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 09:54
Hvað kemur næst.?
Ef eitthvað er þá eru Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar með sjálfbærastan þorsk sem hægt er að fá. Stjórn fiskveiðimála í EB-löndum er í molum. Bara sú vitneskja ætti að duga til að selja þorsk í Sviss. Hvaða krafa ætli komi næst, -vottun um að þorskurinn hafi átt ánægjulegt lif?
Ætli það sé hægt að fá vottað súkkulaði og vottaða osta í Sviss? Vottað að kakótréð haf vengið nóg að drekka og að kýrnar fengið að ganga um hlíðar Alpanna?
![]() |
Lokað á villtan þorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)