Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2007 | 22:23
Ólafur Ragnar
Ólafur Ragnar spurði þjóðina (eða reyndar frekar áhorfendur Stöðvar2) hvort hann ætti að gerast heima-forseti eða útrásar-forseti. Svo þegar þjóðin væri búin að svara honum hvort hún vildi þá myndi hann ákveða hvort hann færi aftur í framboð til forseta. Ekki gat Ólafur Ragnar sagt þjóðinni hvort hann vildi sjálfur. Að ferðast um loftin blá í einkaþotu eða sitja á Bessastöðum og leika sér við börnin sín. Persónulega held ég að hann vilji frekar ferðast eins og hann hefur gert undanfarin ár í forsetaembætti og um leið gert embættið dýrari í rekstri fyrir þegna landsins, amk þá sem borga skatta. Hann hefur greinilega gleymt gangrýni sinni á Vigdísi þegar hún var forseti og var of kostnaðarsöm.
Í hvert sinn sem Ólafur Ragnar stígur um borð í flugvél og yfirgefur landhelgi, þá taka handhafar forsetavaldsins við stjórn þess og þeir gefa ekki vinnu sína frekar en aðrir stjórnmálamenn. Ólafur Ragnar, nýtur lífsins í útlöndum og fær borgað fyrir það og þrír handhafar forsetavaldsins fá líka borgað fyirir það. -Útgjöldin margfaldast við þetta brölt.
Ólafur Ragnar segir að allt þetta brölt hans efli útflutning og hróður lands og þjóðar. Spurt er á móti á ég sem skattborgari að kosta hagnað fyrir einkafyrirtæki þar sem hagnaður þeirra er ekki ávinningur fyrir mig. -Mitt svar er nei, hef ekki áhuga á því.
Jafnramt get ég ekki séð Kína með sama dýrðarljóma og ólafur þegar hann var staddur í frystihúsi í eigu Íslendinga, þar sem fóllkið vann 10 tíma á dag, 6 daga vikunnar í 11 mánuði og fékk sultarlaun fyrir. -það er ekkert annað en nútíma þrælahald.
Mín skilaboð til Ólafs eru því að ekki bjóða þig fram. Við skulum líka hafa landið forsetalaust og sjá til hvort það skipti einhverju máli, þeas hafi efnahagsleg áhrif á þjóðarbúskapinn. Þá getur Ólafur verið þar sem honum langar hverju sinni, því hann fær hvort sem er nægilega borgað í eftirlaun, þökk sem fyrrum samstarfsfélögum hans á Alþingi. -Eitthvað annað en hinn almenni eldri borgari.
-borgari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)