Björgvin og Geir, ráðherrar ræna 10% þjóðarinnar

Miðað við orð Björgvins, þá er hann fyrir löngu búinn að ákveða að Kaupþing verði ríkisvæddur, þó svo að svokölluð skilanefnd hefur ekki lokið sinni vinnu og hvað þá komið með niðurstöðu af sinni vinnu.

Þar sem Kauþing hafði 30þúsund hluthafa, sem gera 10% þjóðarinnar, þá er ekki annað hægt en að kalla þetta mesta bankaránið, sem gert hefur verið í krafti ólaga og í skjóli næturs.

Ætli Björgvin setji svo ekki einhverja flokksvinkonu sína í stjórn og sem bankastjóra yfir líkinu.  Brown sá til þess að vængstífa bankann, án þess þó að ríkisstjórnin gerði neitt við því og þegar bankinn verður gerður að ríkisbankan, þá mætti líkja því við að snúa hann úr hálsliðnum.

Það er bara vonandi að Sjeikinn frá Dubai, nái að gera það sem gera þarf.  Því eitt er víst að ríkisstjórnin hefur skitið uppá bak með sitt hlutverk.


Ritskoðun..

..Þar sem mbl.is ritskoðar alltar blogfærslur og þá sérstaklega núna þegar samkeppnin lagðist af, þá læt ég bara eina mynd hérna..


Kreppan

Ekkert blog í dag vegna ritskoðunar

Skotleyfi á Geir og Björgvin

Þeir Geir og Björgvin eru núna mest hötuðu menn landsins þessa dagana og hugsanlega um ókomna framtíð.  Þeir hafa með hjálp þingsins rænt almenning öllu þeirra sparifé. Þingmenn og ráðherrar eru greinilega skítsama um hag almenning meðan þeir passa uppá sinn persónulega hag, sbr. eftirlaunafrumvarpið.

Lögreglan hefur þurft að skera niður löggæslu í miðbæ Reykjavíkur með aukinni hættu fyrir almenning en það er greinilega til peningur fyrir Geir svo hann geti verið með lögguna með sér.

Framkoma og aðgerðir þeirra eru dýrkeyptar fyrir almenning og vonandi verða þessar aðgerðir þeirra líka, jafnframt dýrkeypt fyrir þá. Ég veit amk að ég mun ekki kjósa þá við næstu kosningar.


mbl.is Lífverðir gæta Geirs
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Vilhjálmur og ég eigum ekki samleið..

..nema núna er ég algerlega sammála honum.  Það er svo sannarlega kominn tími til að fá hjálp frá sjóðnum, með öllum þeim hömlum sem því fylgja.  Þar liggur kannski einmitt hnífurinn í kúnni.  Getur verið að stjórnmálamenn hér á landi þola ekki þær hömlur sem settur eru á þá af hálfu sjóðsins.

Ego-greddan í stjórnmálamönnunum eru að rústa almenning hér á landi...burt með þá og Bubba á þing. ;)


mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar drullar á sig

Djöf hafa þessir ráðamenn þjóðarinnar drullað uppá bak undanfarið.  Þessir menn taka kátir við öllum skattgreiðslum frá bönkunum en geta svo ekki varið þá þegar sótt er að þeim með ómaklegum hætti. Að hlusta á fjármálaráðherra í Flugstöðinni fékk mann til að æla.  Ætla rétt að vona að maðurinn hafi fengið flug bara aðra leiðina.

Þeir sem bera ábyrgð eru þeir sem sitja á þingi, ásamt ráðherrum  Það eru þeir sem kusu þetta yfir almenning.


mbl.is Sendiherra kallaður á fund
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Björgvin ljúgari...

Er ekkert að marka orð ráðherrans? Ef hann getur ekki staðið við orð sín til starfsmanna Landsbankans er þá hægt að taka mark á öðrum orðum hans? -bara spyr!

Það er vonandi að Sigurður G. lögfræðingur batni eftir veikindin sín og hann fari að skoða þessi neyðarlög sem sett voru í svefngalsa á þingi. Þessi lög eru hrein og klár ólög, þar sem eignir fólks eru teknar eignarnámi.


mbl.is Óvissa með uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallið sendiherrann heim

Bretar sýna Íslendingum virkilega fjandsamlega og óvinveitta hegðun og því væri réttast að kalla sendiherrann heim til skrafs og ráðagerða.  Fjandsamlega framkoma þeirra hefur kostað almennig hundruðu milljóna tap.

Almenningur ætti kannski að fara í mál við Brown og Breska ríkið á þeim forsendum.  Best væri auðvita að rétta yfir honum/þjóðinni hér á Íslandi.  Amk rétta Bretar yfir Íslenskum ríkisborgurum eins og þeir væru þeirra þegnar sbr. Hannes Hómsteinn vs. Jón bófi.

 Legg til að mótmæli eigi sér stað fyrir framan Breska sendiráðið á næstu dögum.  Bubbi getur kannski skipulagt þau.


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur krefst svara

Þarna skitu stjórnmálmenn á sig, haldandi fréttamannafundi þar sem ekkert nema blaður kemur fram. Almenningur hefur tapað hundruðu milljóna króna á þessu aðgerðaleysi og blaðri stjórnmálamanna.

Seðlabankinn er jafnframt ekki saklaus í þessu máli.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökin liggur hjá stjórnmálamönnum

Þegar bankarnir voru einkavæddir hvöttu sitjandi stjórnmálamenn (þáverandi og núverandi) almenning til að kaupa hlutabréf í bönkunum, sem og tugþusundir gerðu.

Það er svo stjórnmálamönnum að kenna að setja ekki nægilegt regluverk kringum fjármálastarfsemi landsins og að tryggja bakland þess.

Það er svo núna stjórnmálamönnum að kenna að almenningur tapar núna öllu sínu sparifé.  Ég mun krefja svara og bóta frá valdhöfum.  Ég amk hverja ég mun ekki kjósa við næstu kosningar.


mbl.is Milljarðar í súginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband