60 milljarða halli vegna fjármálakreppu

Merkilegt þetta, ríkissjóður hefur verið reikinn með miklum hagnaði undanfarin ár en um leið og það kreppir að bönkunum og fjármálageiranum, þá er 60 milljarða halli.  Það er ekki reynt að reka sjóðinn á núlli.  Ætlar þá ríkissjóður að leita að láni til að dekka þennan halla?

Geir og Árni, ráðherrar hafa litið niður á starfsemi bankana og ekki vilja gera neitt en þeir hafa svo sannarlega tilbúnir að fá peningana í ríkiskassann og því náð að reka sjóðinn með hagnaði.  Ef þeir ætlast til að komast á þing eftir næstu þingkosningar, þá verða þeir að fara vinna fyrir kaupinu sínu.

Koma böndum á verðbólgunni og genginu.  Þeir gera það með því t.d að koma peningum inní efnahagslífið.

En er hægt að ætlast til þess að dýralæknir kunni þetta?


mbl.is Reiknað með halla á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Loksins náði Skúli að gera pening úr sínum hugmyndum.  Hann var hérna á Íslandi með stórar hugmyndir sem varð bara loft.  Svo fór hann til Kanada og náði að meika það.

Þetta kallar maður að gefast ekki upp.


mbl.is Nokia kaupir Oz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur tapar, hagsmunir þjóðarinnar

Verknaður Geirs, Árna og Davíðs var ekkert annað en hrein eignaupptaka hjá almenningi. Þessi svokölluð þjóðnýting þar sem meðal annars lífeyrissjóðir töpuðu miklu fé.  Fjármagn sem hinn almenni launþegi á.

Geir grét yfir því að láta 600 milljónir evra í Glitni og ætti því að vera ánægður ef einkabanki er tilbúinn að borga þessa peninga til baka.  Eða snýst þetta um persónulegt hatur milli manna en ekki hagsmuni þjóðarinnar?


mbl.is Landsbankamenn ræddu við Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstarfsmenn Glitnir..

Núna komustu starfsmenn Glitnis í feitt, þeir eru orðnir að ríkisstarfsmönnum og þá því betri lífeyrissjóðsgreiðslur og eitthvað fleira frá ríkinu.  Svo ef ríkið selur bankann aftur, þá þarf auðvita að semja við starfsmenina um ákveðna kjarabót. Því einkageirinn er ekki með svona flott system og ríkið.

Þetta er svona svipað og þegar bankarnir voru einkavæddir, þá fengu þáverandi bankastjórar samtals 700 milljónir í sinn séreignarsjóð og héldu auðvita áfram sem bankastjórar.


mbl.is Enginn órói hjá starfsfólki Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur mánudagur

Þessi frétt er eina jákvæða fréttin í dag sem ég hef séð,  á þessum dökka mánudegi.
mbl.is Zimsen-húsið komið í Grófina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður framtíðin?

Ætli maður verði ekki að sætta sig við að það verða eftir 3 bankar hér á landi, Kauþing, Glitnir og Landsbankinn (með fyrirvara um að þeir heita sömu nöfnum) Þessi fækkun veldur auðvita lakari samkeppni, en eitthvað segir manni þó að þetta sé meiri samkeppni en er nú þegar á matvörumarkaðnum, þar sem tveir aðilar eru með yfirburðar stöðu.
mbl.is Sameining í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimar hér og þar...

Hverjum ætli það sé að kenna að múslimar eru óvinsælasti trúarhópurinn, ætli það sé ekki áunninn dómur sem þeir fá þarna, búnir að drepa saklaust fólk með hrottafengnum hætti og eru jafnramt að drepa trúbræður sína í hrönnum í múslimalöndum.  Sorry en er einhver hissa á svona niðurstöðum?

Virðing er ekki sjálfgefin, maður þarf að vinna fyrir henni.

Svo þar sem ég er farinn að tala um múslima, þá er tilefni til að tala um múslima á Íslandi sem eru langegðir eftir því að fá lóð undir mosku miðsvæðis í Reykjavík og eru að íhuga að kæra borgaryfirvöld þar sem þau hafa ekki getað búið til lóð.

Ekki eru þeir að biðja um litla hornlóð heldur vilja þeir fá 5þúsund fm lóð til samanburðar er einbýlislóð ca 400 fm. Hvað ætli svona stór lóð kosti?  Hvernig stendur á því að söfnuður sem telur 400 manns telur sig þurfa svona stóra lóð og hvernig borga þeir fyrir lóðina? -Ætla amk rétt að vona að borgin sé ekki að gefa þeim þessa lóð. Getur verið að þeir fá ná kannski að fjármagna moskuna með erlendu fjármagni og í staðin setja þeir upp heilaþvottaskóla í kjallaranum á moskunni?  Bretar hafa reynsluna á því.

Það er eins og alltaf múslimar í vestrænum löndum hafa bara réttindi en engar skyldur.  Hvað ætli það séu td margar kirkjur í Mekka?

Svo hafa nefndir á vegum Evrópuráðsins og Bandaríkjanna gagnrýt yfirvöld á Íslandi fyrir seinagang.  Hvað ætlast þau eila til?  að 10 einbýlishús verði jöfnuð við jörðu miðsvæðis í Reykjavík til að búa til lóð fyrir fámennan trúarhóp?  Múslimarnir ættu kannski frekar að sækja um lóð á Akranesi, þar sem hópur flóttamanna kom, úps..ég var búinn að gleyma, múslimar eru svo miklir kvennhatarar að þeir geta ekki leyft konum að vera með karlmönnum í bænastund.

Persónulega hef ég ekki áhuga á því að hafa mosku nálægt mínu heimili þar sem kallað er til bænastundar með 4 tíma fresti með hátalarakerfi.

Svo að lokum, múslimi sem skiptir um trú er réttdræpur í augum múslima. -Eru þetta friðsöm trúarbrögð?

Smá viðbót: Bara það sé á hreinu (og ég ekki lögsóttur) þá tel ég ekki að allir fylgismenn Íslams séu hættulegir og viljugir til að drepa mann og annan, þó svo að sumir trúbræður þeirra eru það. Vona að múslimar hér á landi séu friðsamir um alla framtíð en þeir verða að sætta sig við lóðaskort í miðborg Reykjavíkur.


mbl.is Trúa á yfirburði kynþátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fóru þeir að því?

Ætli þeir hafi reiknað þetta í höndunum eða notað bara Excel frá Microsoft, ýtt svo á Enter og setið og beðið..
mbl.is 13 milljóna stafa prímtala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita er vitað hvað olli þessu slysi

Það er hægt að útiloka sólskín, hálku og umferðatafir vegna vegaframvkæmda.  Það er nokkuð ljóst að þetta er hraðinn sem var þess valdandi að ökumaðurinn hafði ekki stjórn á bifreið sinni.
mbl.is Keyrðu í gegnum girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smitandi?

Það er vonandi að þessi sjúkdómur smitast ekki við augnkontakt...!
mbl.is Sjúkdómur veldur blindu í þrjá daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband